fimmtudagur, september 22

i wanna hold your hand

ég er í nettri krísu hvort ég eigi að starta dagbók aftur. Ég hef alltaf haldið dagbók. Ég held ég eigi 7 bækur, fyrsta frá því í 6.bekk held ég alveg örugglega og svo alveg þangað til í fyrra. Þá byrjaði ég að blogga hér.
Nettur catharisis (verð að fá að sletta...), ég var einmitt að lesa dagbókin frá því á roadtripinu um BNA í fyrra...Ritstíllinn er allt annar en hér og topicin önnur og persónulegri.
Ég vil meina að það sé ofsalega therapeutic að halda svona dagbækur og fá útrás fyrir eigin geðveilum og óöryggi. Skrýtið að lesa þetta núna og hugsa til baka og muna tilfinningarnar og ruglið sem maður var í, svo ligg ég hérna ein, sallaróleg að lesa og kippi mér ekkert upp við dramann sem hefur einkennt mig og mitt líf frá 13 ára aldri...10 árum seinna er ég farin að horfa tilbaka með "ró".
Eg finn að eg er alveg að detta í lærigírinn, ég flýti mér heim eftir skóla til að fara í hlébarða náttbuxurnar, síminn á silent, elda mér kósí máltíð og sest svo fyrir framan abnormal sálfræði eða söguna....
Október verður meiri rússíbana ferðin hvað skólann varðar, próf og/eða skilaverkefni allar helgar!
Eg vil þakka skynseminni minn og rödd margar vinkvenna minn að hafa ekki farið að vinna.. ég er mikið búin að gæla við það en hef ákveðið að menntun er vinna! sem og Animu stússingar..
Hver hefði haldið að litla gelgjan í bleika magabolnum hefði fundið svona mikla ró í rútínu?
Kem sjálfri mér stundum á óvart.

Kannski hef ég náð hæsta stigi sjálfsbirtingar samkv líkani Maslows...pæling sko...

shes just a cosmic girl...from another galaxy....putting me in ecstasy.....

ég las viðtalið við Jennifer Aniston í dag....ég vissi að það væri góð og gild ástæða fyrir því að fara EKKI og sjá Mr.and Mrs.Smith.... hún er samt rosaleg sterk, það verður nú bara að segjast. Ég er definetly í GO JEN liðinu.....
kannski er ég eins og Brad og lít alltaf svo á að grasið sé grænna hinu megin...
í dag sagði "kollegi" minn mér frá því að hún sé að fara í skiptinám eftir áramót til Ástralíu.... vá.... mig langar að gera svoleiðis spennandi...en nei.... ég held það meiki ekki sense að gera slíkt á 3 ári þegar það er hvort sem er svo lítið eftir...eða er það?
Eiríka frænka er búin að panta mig til Boston...brrrr rosalega kalt....mér líst betur á að vera þar sem það er heitt...eins og kannski bara California..hmmm.....get alltaf flogið yfir til Boston fyrir öll holidays og þannig.. útplanað alveg.

Ég trúi ekki að ég sé á þeim stað þar sem ég hef stefnt að því að vera á frá því ég var 13.ára... Ég hef alltaf stenft á sálfræðina og að búa ein....Reyndar ætlaði ég að búa í usa en.... allavega vera í háskóla að læra sálfræði og eiga alltaf uppáhaldsmatinn minn í ísskápnum og bjór og nammi... kannski satt með bjórinn og nammið...
pabbalingur var reyndar voða góður við mig í gær og splæsti í Bónus. Mamma splæsti 10 dögum áður....
ég er ekki frá þvi að mér finnist betra að fá bónus ferð heldur en pening inn a kortið mitt.. matur er alltaf vel þegin... í versta falli bý ég til naglasúpu...

ég fann um daginn lista sem ég gerði þegar ég var 11 ára um það sem ég átti að vera búin að gera þegar ég yrði 16.ára annars þyrfti ég að gera allt á einum degi... mjög krúttlegt og fyndið.. eitt atriði var t.d. að vera búin að fara allavega 100 sinnum í sleik...check.... og sofa hjá eða allavega næsta stig við það...uhhmmm...check... og svo taldi ég upp stelpur sem áttu enn að vera vinkonur mínar...tja, aldís er linkuð hérna til hliðar....og hjördís var það...
lista geðveilan byrjaði snemma...
áðan skipulagði ég lærudaga út önnina.... klikkklikkklikkk.....

annar "kollegi" minn er að far að eyða jólunum í NY....vá, það er draumurinn minn... skauta á rockafeller center, (confession time) ég hef aldrei (!) farið á skauta!!!
kiddi x leyfði mér einu sinni að máta í stigaganginum heima hjá sér en meira varð það nú ekki.. mér finnst þetta ótrúlega rómantísk tilhugsun...skauta þarna og labba svo um með heit kakó og fara í carriage ride um Central Park, steríótýpískt, mér er alveg sama. Sjá öll jólaljósin og svona.. vá ég er næstum farin að panta mér far.
þetta er reyndar kærasta draumur.
ég held ég verð að spara hann þó að það væri eftir mér að fara bara ein....

ég ætla að vera í faðmi yngstu sytkina minna a laugardaginn í kefl.. ég ætla að borða góðan mat hjá pabba a soho, horfa á HE-man með marel og charmed með evu...ahhh....kósí fjölskýldu kúr..
ég verð að gíra mig niður ef ég á að fara að taka þetta nám alvarlega... ég nenni ekki þessum endalausum rétt svo að ná einkunnum og takmarkaðir vitneskju...

its the truth and I owe it all to you....
i have been waiting for so long....
saw the writing on the wall....
with passion in our eyes...
your the one thing I cant get enough of....

enn í áttundaáratuginum....og bíómyndum.... nobody puts baby in the corner.. jafn klassíkst eins og u had me at hello.....

það er langt síðan ég hef farið að gráta...held að það hafi verið í bíó yfir einhverrri ástarmynd... það er frekar spes fyrir mig, ég græt yfirleitt einu sinni í mánuði...ef ekki meðvitað þá í svefni og þá oftast eru amma og afi að deyja og ég vakna með ekka og útgrátin og bólgin í augunum...
kannski er þetta mitt innra zen.....eða mojo.....hmmm......

ég ætla að hitta elsuna mína á morgun og strjúka bumbunni hennar og kannski tala við og kynna mig, bara svo að gonsið verði nú ekki hrætt við "frænku" sína...

ég er formlega horfin á vit bókanna....ekki andfélagslegur persónuleiki heldur einungis einhverf í lærdómi...

en ég verð hér áfram....hugsa ég.....

folks trippin I dont know...
bottles popping in the air....
dont need to settle down, my body dont know how...

siggadögg

6 ummæli:

eks sagði...

ég er ekki frá því að bumban sakni þín bara helling, eftir að ég kom heim eru rifbeinin orðin talsvert aumari og greinilega einhver pirringur í gangi þarna inni!!!! Ekkert notarlegt tal og súkkulaði kaka til að róa gonsið niður lengur :)

Sigga Dögg sagði...

ahhh elsan mín!
takk fyrir frábæran dag!!!
ég er búin að vera brosandi í allt kvöld, það er alltaf svo gott að hitta þig :)
takk fyrir bestu eyru í heimi...
lvojú beibí (og litla gons)

Nafnlaus sagði...

Frá mínum bæjardyrum séð erum við enn vinkonur. :)

Sigga Dögg sagði...

ahhh það var nú gott að vita... maður þorir ekki að titla hina og þessa vini sína, fólk, allavega á 101, er orðið svo ofbosðlega nojað og spes yfir svona...
en gott að heyra hjördís mín!
þú ert líka vinkona mín :)
ég segi reglulega sögur af okkur stelpunum...og frekar öflugu ímyndunarafli..uhhmmm...

Mia sagði...

Ahahaha ég man eftir þessum listum, ég gerði einn líka... las hann svo þegar ég var 16 ára og aftur nokkrum árum seinna, þetta var svo rækilega dulkóðað að ég ætlaði nú varla að komast í gegnum þetta. Ég skrifaði samt eitthvað svipað þínum. Og var einmitt með listann yfir bestu vinkonurnar líka og ég held að ég sé nú bara í ágætis vinskap við flestallar, fyrir utan nokkur nöfn sem ég kannast tæplega við og hljóta að hafa bætt sér sjálf á listann. Eg man að við fengum hugmyndina að þessum listum frá þáttunum þarna Ready or Not, kanadísku þáttunum um Buffy sem spilaði á trommur í bílskúrnum.... jæja. Nú er ég farin að röfla. Ég á að vera að læra, þessvegna hef ég svona ógnar mikið að segja.

Over and out.

Nafnlaus sagði...

Þú ert duglegust og já reyndar snar klikkuð heheh en það er ég nú líka...... Held Sigga mín að við þurfum að fara að vakna og átta okkur á að líf okkar verða aldrei eins og í bíomyndunum ( happy ever after), en kannski næsti bær við sem sagt almost happy ever after. Ég er svei mér þá sátt við það.... Ég styð Jen hundrað prósent og þó að mér finnist Angelina helvíti flott þá er ég Reið við svona hjónadjöfla...arrggggg
Alltaf gott að vera í faðmi fjölskyldunnar og borða góðan mat. Mig dreymir útlönd þessa dagana hmmmmmmmm eitthvað ævintýri daramdaram. Höldum á vit ævintýranna þegar ég kem úr Crazy town.

Elsa mín mér langar svo sjá þig með bumbuna, ert örugglega ýkt sæt og fín :)

En love you kveðja Djónes
held að ég þurfi að fara að læra það sem Bubbi er að meina hér =

Sá er talinn heimskur sem að opnar sína sál, ef hann kann ekki að ljúga hvað verður um hann þá???